Stór slökkviliðsbíll með björgunarkörfu, hljóði og ljósum

19.900 kr.

Þetta leikfang er hinn fullkomni slökkviliðsbíll fyrir litla aðdáendur Hvolpasveitarinnar. Stór og flottur slökkviliðsbíll með björgunakörfu, blikkljósum og hljóðum. Batterí fylgja. 

Með bílnum fylgir slökkviliðshvolpurinn Bersi ásamt tveimur "vatnskúlum" sem börn geta með einföldum hætti skotið sjálf úr bílnum með sérstökum skotbúnaði með takka framan á bílnum. 

Einnig er hægt að stækka björgunarkörfuna á bílnum svo hún geti bjargað íbúum Ævintýraflóa úr vandræðum í hæstu byggingum! Bersi sem fylgir með passar í björgunarkörfuna. Þá fylgir einnig með lítið trampólín sem passar fyrir Bersa. 

Á slökkviliðsbílnum eru fjölmargar stillingar og hægt er að hreyfa ýmsa hluti s.s. snúa björgunarkörfunni í heilan hring, leggja upp og niður göngubrú inn í bílinn og fella niður "vatnsfallbyssuna" sem er áföst. Þetta leikfang þroskar því fínhreyfingar og hvetur börnin til að leika sér með slökkvibílinn á fjölbreyttan hátt.

Leikfang sem fær alla krakka til að gleyma sér í skemmtilegum leik með vinum sínum.

Stærð: L52cm x H36cm x B15cm

Pósturinn
Kaupandi greiðir fyrir sendinguna samkvæmt gjaldskrá Póstsins.