Stór Hvolpasveitarúta

22.900 kr.

Stórskemmtileg hvolpasveitarúta sem börnin fá ekki leið á að leika sér með! Þetta er stærsta hvolparútan sem til er hjá okkur á Íslandi. Hægt er að opna hana á báðum hliðum og inn í hana komast fjórir hvolpatrukkar og farartæki. Róbert og hjólið hans fylgja með. 

Takki er á rútunni til að opna hliðarhurðirnar sem opnast upp. Einnig er hægt að láta hana spila hljóð og lagbúta úr hvolpasveitaþáttunum. Batterí fylgja.

Með litlum takka er einnig hægt að skjóta farartækjunum s.s. hjólinu hans Róberts úr rútunni á töluverðum hraða. 

Þessi hvolpasveitarúta er draumaleikfang margra barna sem eru aðdáendur litlu kátu hvolpanna úr Ævintýraflóa.

Hér má sjá stutt myndband

Stærð: H37cm x B17cm x L73cm

Pósturinn
Kaupandi greiðir fyrir sendinguna samkvæmt gjaldskrá Póstsins.